Ég fór um daginn á 50 ára afmæli Sjálfsbjargarfélagsins í Bolungarvík 5. September 2009. Það er ekki í frásögur færandi, nema hvað ég fór á gamlar slóðir, þar sem ég var lögreglumaður þarna sumrin 1973, 1974 og 1976. Fór það orðspor af mér þarna vestra, - að er ég fór þaðan þá voru kýrnar farnar að ganga hægra megin! Flutti ég smátölu á afmælishófinu, er var fjölmennt og minntist afa míns, séra Páls Sigurðssonar. Það var eins og kliður færi um salinn er ég sagði til mín og minntist afa, - að margir Bolvíkingar komu til mín á eftir og vildu endilega taka í höndina á mér, þar sem séra Páll hafði bæði skírt og fermt þá, - ef þá ekki líka gift þá. Þá tók ég eftir nokkrum ljósmyndum af prestum uppi á vegg í safnaðarheimilinu höfðu þjónað í Bolungarvík. Og viti menn, - þá var þar efst uppi var mynd af séra Páli Sigurðssyni og þar að auki var á öðrum stað málverki af honum í öndvegi. Þetta málverk hafði ég séð áður og það með sonum mínum í Ráðhúsi á seinni part síðust aldar bæjarins um árið.
Myndir hér af séra Páli! Myndir hér af Ósvörinni! |