Ég á Facebook | Hafa samband | Veftré | Mín eldri síða
 
11.11.2015 - Áfram skal haldið!

Þegar maður áorkar eins og fram hefur komið þá er maður ánægður.  Eftir að hafa gengið í gegnum ýmislegt innan Heilaheilla á undanförnum árum, þá má segja að það hefur bara hert mann í því sem maður er að gera.  Það er þakkarvert sem maður er að gera og þegar maður hefur ástríðu til að láta gott af sér leiða, þá gefur það sinn ávöxt.  Á ráðstefnu SAFE í Warsaw, Póllandi, sem við, Baldur Kristjánsson, stjórnarmaður félagsins og Þór Garðar Þórarinsson, starfsmaður Velferðarráðuneytisins sóttu komu fram ýmsar nýungar, sem við vorum allir sammála um að myndu gagnast okkur Íslendingum vel.  Margir fyrirlestrar voru haldnir og margar fyrirspurnir bornar fram er veittu fundarmönnum mikla framtíðarsýn, er samræmdist stefnu íslenskra stjórnvalda í velferðarmálum.  Höfð voru góð samtöl við þátttkendur, m.a. ítarleg samræða  við Jon Barric, forseta SAFE, um framtíðarsýn samtakanna í Evrópu á  mönnum mikið til koma kynning hans á henni á ráðstefnunni.  Á mndinni eru þeir Jon Barric, Þór Garðar Þórarinsson og Þórir Steingrímsson á ráðstefnunni.


Þórir Steingrímsson | thorir@thorir.is