Ég á Facebook | Hafa samband | Veftré | Mín eldri síða
 
09.02.2019 - Ómetaleg ánægja!

Það er vert að taka frá fyrsta fimmtudag hvers mánaðar um hádegið, borða góðan og ódýran mat og hafa gaman með gömlum félögum frá Reykjaskóla, er útskrifuðust með mér 1963. Við erum komin á þann aldur að við erum farin að skilja betur hvort annað en við gerðum hér áður fyrr.  Þá má ætla það, - 56 ár!  Ég veit ekki með ykkur, - en það er eins og uppvaxtarárin í Reykjaskóla 1961-3 séu mér eftirminnilegri en önnur, þó að öll skólaganga í öðrum skólum þar á eftir hafi verið góð.  Uppvöxturinn á yngri árum mótar manninn og Reykjaskóli á heiðurinn af því!  Ég var búinn að lofa einhverjum ykkar nokkrum myndskeiðum, - svona til minningar upp á gamla tímann.  Og dundið ykkur, - (ef þið hafið tíma!) að líta yfir farin veg.  Sjáumst á fimmtudögum til framtíðar!  https://youtu.be/OKb6yUD2SJY.    https://youtu.be/Kh7XeW3HYZs. https://youtu.be/J_u9jpVxkYE


Þórir Steingrímsson | thorir@thorir.is