Ég á Facebook | Hafa samband | Veftré | Mín eldri síða
 
09.03.2021 - SKÝJABORG - HAMRABORGARRÁSIN

Skýjaborg er heiti sýningar sem var opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi laugardaginn 6. mars kl. 17. Þar mætast verk fjögurra samtímalistamanna með rætur í Kópavogi en þau eru Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason, Eirún Sigurðardóttir og Unnar Örn Auðarson. Í kynningu sýningarstjóranna, Brynju Sveinsdóttur og Klöru Þórhallsdóttur.


HAMRABORGARRÁSIN

 

 


 

 

 

Skýjaborgin ber vitni um háleitar áætlanir á stórum og smáum skala. Einstaklinga sem byggja sér heimili úr niðurníddum kofa, ung pör sem reisa fjölbýli, og samtök íbúa sem láta til sín taka í málefnum síns bæjarfélags. Um það hvernig landsvæði er hráefni til breytinga og uppbyggingar en á kostnað þess sem var. Hvernig áætlanir einstaklinga breyta náttúru í manngert landslag og hvað verður þegar stjórn mannsins á umhverfinu sleppir. Hvernig sumar hugmyndir eru of stórar til að hægt sé að framkvæma þær og verða alltaf skýjaborgir.

 

 


 

HAMRABORGARRÁSIN  1991-2000

AÐ FÁ FÓLK TIL AÐ LIFA Í SÁTT VIÐ SJÁLFT SIG OG UMHVERFI SITT! 

1989 -  Flutt í Hamraborgina um betra líf

Allt í niðurníðslu, ekkert húsfélag, steypuverkið er hélt uppi burðarvirki bifreiðageymslanna sem var orðið fúið og brotnað niður, komið að þolmörkum, engar viðhaldsframkvæmdir, innbrot, skemmdarverk og rafmagnsleysi daglegt brauð.    

1990 -  Rætt við húseigendur um skýringar

U.þ.b. 90% af þeim húseigendum sem rætt var við töldu að Kópavogsbær ætti að sjá um bifreiðageymsluna og garðinn, - en gerði ekki neitt!  Þetta var áberandi þegar “Félag húseigenda I. áfanga Miðbæjar í Kópavogi” var stofnað 1975. 

1991 -  Rætt við embættismenn um ástæður

Sigurður Björnsson, bæjarverkfræðingur, fagnaði þvi að ég væri byrjaður að kynna mér málið og sagði að það væri komið að því að loka geymslunum, þar sem þær væru orðnar hættulegar vegfarendum.  Hann sagði að starfsmenn Kópavogsbæjar hefðu reynt hvað þeir gátu til að sannfæra húseigendur um að bærinn ætti ekki nema 18% í geymslunum, - húseigendur ættu þar af leiðandi 82% -, væru í meirihluta og bæru því ábyrgð á viðhaldsframkvæmdum, sem engar vor í nær 12 ár!  Sagði hann íbúasamtökin væru máttlaus og þar væri hver höndin upp á móti annarri og enginn marktækur aðili innan samtakanna hafði lagalegan bakgrunn til að taka á málunum.  Að lokum rétti hann mér eintak af lóðaleigusamningunum við bærinn gerði byggingaraðila 1975 til 50 ára og óskaði mér góðs gengis.

1992 - Marktækir húseigendur gerðu hugmyndafræðina mögulega

Eftir að hafa rætt við marktæka íbúa er jafnframt voru húseigendur voru nokkrir, þ.m.t. Benjamín Magnússon, tilbúnir að gera tilraun að hleypa lífi í íbúasamtökin og gefa út blað er héti “Hamraborgin” og væri borið í hvern póstkassa.  Þar var lögð áhersla á ábyrgð húseigenda um viðhaldsframkvæmdir og það bæri að fara að lögum skv. lóðaleigusamningnum.  Fyrstu viðbrögð voru neikvæð og íbúar töldu að ég væri sendur af bænum til að sundra “samstöðunni” á móti honum. 

 

 

 


Þórir Steingrímsson | thorir@thorir.is