Ég á Facebook | Hafa samband | Veftré | Mín eldri síða
 
25.11.2006 - Er þrælahaldið á undanhaldi?
Í fréttum fyrir stuttu var sagt frá að rúmlega 60 pólskir starfsmenn byggingafyrirtækis hér í borg væru ótryggðir þar sem þeir hafa ekkert lögheimili.  Þetta er ekkert nýtt og ef rýnt er í lög um útlendinga, þá ber aðilum vinnumarkaðarins skylda til að upplýsa þá um stöðu sína.  Þannig kemur verkalýðshreyfingin að þessu með jákvæðum hætti, eins og hún hefur gert undanfarin ár.  Mennirnir búa í ósamþykktu húsnæði í iðnaðarhverfi í Kópavogi og forsvarsmenn fyrirtækisins segjast greiða sjúkra- og slysakostnað.  En eins og að framan greinir, þá er ekki nóg aðhafst að greiða þessa hluti, þeir eiga að ganga úr skugga um að þessir erlendu einstaklingar skilji rétt sinn og þá mismunun sem þeir búa við.  Það hefur verið brotalöm á þessu meðal atvinnurekenda, en sum fyrirtæki eru þó til fyrirmyndar í þessum efnum.  Efling, Rafiðnaðarsambandið og Trésmiðafélag Reykjavíkur hafa  kynnt mönnunum þennan rétt sinn og það er því fagnaðarefni, þegar lesið er rit EFLINGAR, þar sem höfðað til erlendra verkamanna á þeirra tungumáli.  Mér sýnist að íslenska verkalýðshreyfingin sé farin að taka málin í sínar hendur með skynsemi og horfi björtum augum fram á veginn hvað það varðar.

Þórir Steingrímsson | thorir@thorir.is